Á sunnudaginn kemur stendur Ullur fyrir fjölskyldudegi í Bláfjöllum. Búin verður til þrautabraut og verður hægt að fá lánuð skíði. Við hvetjum skíðaforeldra til að taka börnin með á skíði því það verða fullt af skemmtilegheitum við skála Ullunga. Hátíðin hefst kl. 11 og stendur til ca. 15:30. Fólk er hvatt til að mæta í furðufötum, til dæmis uppábúið í jakkafötum eða trúðsbúningum hvers konar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á ullarpostur@gmail.com og láta vita hvað margir koma svo hægt sé að áætla pylsukaup. Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á mynd fyrir neðan. Athugið, Reykjavíkurmeistaramóti sem auglýst er á myndinni hefur verið frestað fram í byrjun maí og verður auglýst síðar.