Ekkert verður af námskeiðahaldi í dag þar sem lokað er í Bláfjöllum, spáð er 10-15 m/s þar í dag og áframhaldandi skafrenningi. En góðu fréttirnar þær að það bætir á snjóinn.
Fréttir bárust af fólki sem fór á skíði í Heiðmörk í gær, veður var þar í góðu lagi en gæta þurfti sín á grjóti þar sem snjór var þunnur, nægur snjór var á Golfvellinum í Garðabæ en hætt er við að eitthvað hafi tekið upp seint í gær og nótt þar sem hlýnaði og rigndi.
Þóroddur F.
Bláfjöll lokuð í dag 27. jan.
- Námskeið, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter