Af námskeiðum

Ullur skipulagði mikla námskeiðalotu um miðjan janúar, hugðist halda átta námskeið um tvær helgar. Fyrri helgina gekk allt vel og u.þ.b. 115 fengu tilsögn en námskeiðum síðari helgarinnar hefur tvívegis þurft að fresta vegna veðurs. Við erum því með á lista u.þ.b. 130 sem hafa enn ekki fengið námskeið sem þau höfðu skráð sig á. Þegar að því kemur að við sjáum okkur fært að halda fleiri námskeið verður öllum hópnum sendur tölvupóstur og óskað eftir að fólk skrái sig aftur á þau námskeið sem þá verða í boði.

Það verða engin námskeið í boði núna um helgina því þá stendur Ullur frammi fyrir stærsta verkefni vetrarins, Bláfjallagöngunni. En það er ekki ólíklegt að hugað verði að námskeiðum um aðra helgi og hugsanlega einhver kvöld í næstu viku þó að kvöldnámskeið, sem haldið var fyrir nokkru, hafi fengið litlar undirtektir. En þeir, sem hafa áhuga á námskeiðum, ættu að fylgjast vel með hér á síðunni og á Facebook-síðu félagsins.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur