Ekki verður hægt að halda námskeið í Bláfjöllum í dag, þar hefur snjóað mikið í nótt en nú kominn skafrenningur og á eftir að hvessa þannig að hætta er á að vegur verði ófær. Búið er að ræsa út bíla til að sækja fólk sem var í gistingu í skálum svo það lokist ekki inni.
Við látum vita hér á síðunni í fyrramálið ef veður á morgun verður það gott að svæðið opnar, fylgist með hér á síðunni og heimasíðu Skíðasvæðanna.
Þóroddur F.