Barna- og unglingaæfingar hefjast miðvikudaginn 14. september kl 18:00

krakkaullurHaustið 2016 verða reglulegar æfingar fyrir börn og unglinga á vegum Ulls undir stjórn Sigrúnar Önnu Auðardóttur þjálfara og hefjast þær miðvikudaginn 14. september. Æfingarnar eru fyrir 6 ára og eldri. Fyrirkomulag þeirra verður  með eftirfarandi hætti:

Æfingar barna- og unglinga verða tvisvar í viku þar til æfingarnar færast á snjó, kl. 18:00 á miðvikudögum og kl. 11:00 á sunnudögum. Mæting á bílastæðið við Árbæjarsafn. Æfingarnar standa yfir í 1 klst hjá börnunum og 1-1 ½ klst. hjá unglingunum.

Nýir iðkendur eru velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta t.d. sent Sigrúnu Önnu eða forsvarsmanni foreldrafélagsins, Ólafi Th. Árnasyni, tölvupóst í krakkaullur@gmail.com. Einnig má hringja í Sigrúnu í síma 849-5323.

Allar helstu upplýsingar um æfingarnar má svo finna á facebook grúppu hópsins.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur