Næsta samæfing á Ísafirði 25. – 28. ágúst

SKI_150Skíðagöngunefnd SKÍ boðar nú samæfingu skíðagöngufólks 12 ára og eldri 25.-28. ágúst á Ísafirði. Gist verður í skíðaskálanum í Tungudal þar sem einnig verður græjað fullt fæði alla dagana.

Kostnaður við hvern þátttakanda er 13.000 kr. Landsliðsþjálfarinn Jóstein Vinjerui fer fyrir æfingunni og honum til aðstoðar verða þaulreyndir skíðamenn og þjálfarar.

Dagskrána í heild ásamt upplýsingum um skráningu o.fl. má sjá hér: Samæfing SKÍ Ísafirði

Skráningu lýkur 18. ágúst.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur