Hjólaskíðamót helgina 1. – 2. október

Þá er komið að fyrsta atburði skíðavetrarins á vegum félagsins en hið árlega hjólaskíðamót verður haldið næstu helgi í Fossvogsdal. Keppt verður í sprettgöngu kl 17:00 á laugardeginum og í lengri vegalendum á sunnudagsmorgni kl 10:00. Ræsing og mark verða við Víkingssvæðið en keppnisflokkar og rástímar verða sem hér segir:

Laugardagurinn 1. október
Ræsing kl. 17:00
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
11 ára og yngri, stúlkur og piltar
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
12-16 ára stúlkur og piltar
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
12-16 ára stúlkur og piltar
Ræsing kl 17:15+  (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
17 ára og eldri konur og karlar

Sunnudagur 2. október
Ræsing kl. 10:00
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
11 ára og yngri, stúlkur og piltar
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar
Ræsing kl 10:30+  (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð 10 km
17 ára og eldri konur og karlar

Þátttökugjald fyrir hverja grein í öllum flokkum er 1000 kr. og 1500 kr ef keppt er í báðum greinum. Þátttökugjald greiðist á staðnum (ekki tekið við kortum). Nánari upplýsingar veita Einar Óla í síma 696 3699 og Málfríður í síma 894 6337. Kort af brautinni mun birtast hér á vefnum á næstu dögum.

Hægt er að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í formið sem þá birtist. Væntanlegir keppendur eru hvattir til að skrá sig, helst sem fyrst.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur