Annar keppnisdagur á HM-unglinga, Fróði keppir

Fróði í keppni Gålå 2023

Á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar, keppir Fróði Hymer öðru sinni á Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer um þessar mundir í Planica í Slóveníu. Á dagskránni er 20 km ganga með frjálsri aðferð, hópstart og eru 99 keppendur skráðir til leiks. Keppnishringurinn er 3,3 km langur (6 hringir gengnir) og má því búast við hamagangi í startinu og alla gönguna. Fróði startar aftarlega í hópnum og því mikilvægt að komast klakklaust af stað og ná góðum takti við gönguna sem fyrst.

Keppnin hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma og verður sent frá keppninni í beinni útsendingu á Youtube rás alþjóða skíðasambandsins, FIS Cross Country. Einnig er hægt að fylgjast með tímatökunni á heimasíðu FIS. Þá má einnig fylgjast með svipmyndum frá mótinu og íslensku keppendunum á Instagram reikningi SKÍ.

Ásamt Fróða eru þrír aðrir Íslendingar skráðir til leiks, Ástmar Helgi Kristinsson, Grétar Smári Samúelsson, báðir frá Ísafirði og Ævars Freys Valbjörnssonar frá Akureyri. Aðspurður segist Fróði finna fyrir stressi fyrir morgundeginum sem er jákvætt að hans sögn.

Skíðagöngufélagið Ullur hvetur alla til að gera sér hlé frá störfum kl. 12:30 á morgun og stilla viðtækin á Youtube! Áfram Fróði!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur