Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn kl. 18:00 miðvikudaginn 10. maí 2017, á Bryggjunni Brugghúsi, Grandagarði 8. Hefðbundin aðalfundarstörf.
Þar sem starfi vetrarins er nánast lokið ætlum við að slá tvær flugur í einu höggi, kveðja vertíðina eftir aðalfundinn og eiga ánægjulega stund saman á Bryggjunni. Gaman væri að sjá alla þá sem hafa verið virkir í starfi vetrarins í vetur, mætt á námskeið, tekið þátt í kennslu, keppt á mótum, verið í skálavörslu, sinnt mótahaldi eða bara komið á skíði í Bláfjöll í vetur.
Sunnudaginn 14. maí stefnum við síðan á vinnudag í Bláfjöllum. Bræðum geymsluvax undir leiguskíði, þrífum skálann, berum á skálann, skiptum um útidyrahurð og ýmsilegt fleira sem til fellur. Það er því tilvalið að taka daginn frá og mæta í smá „dugnað“ með okkur, eins og Norðmenn kalla það. Margar hendur vinna létt verk!