Hjólaskíðanámskeið

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir fullorðna í vor/sumar.

Námskeiðið verður þrjú skipti, fyrst 21. og 27.maí og svo 4. júní kl. 17.30. Æfingarnar verða í Elliðaárdalnum, hist fyrir framan Hitt húsið. Verð fyrir námskeiðið er 8.000 kr. Hægt er að skrá sig hér: abler.io/shop/ullur

Hægt er að fá einhver skíði til láns/leigu í takmörkuðu upplagi. Vinsamlegast hafið samband við yngvi.gudmundsson@gmail.com ef þið viljið fá láns/leiguskíði, athugið að ganga þarf frá því áður en námskeiðið hefst.

Áhersla er á að ná góðu jafnvægi og öryggi á skíðum. Skipt verður í hópa eftir getu og hraða.

Aðalþjálfari námskeiðsins er Gígja Björnsdóttir, margt reynd skíðagöngukona og þjálfari fullorðins hóps Ullar. Henni til aðstoðar verður Yngvi Guðmundsson.

Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur farið á gönguskíði og langar að prófa að bæta við hjólaskíðum sem og fólki sem hefur verið á hjólaskíðum og vill ná betri tökum á þeim. Æfingar á gönguskíðum/hjólaskíðum eru frábær krossþjálfun á móti t.d. hlaupum og hjólum sem reynir bæði á efri og neðri líkama. Reykjavík hentar einnig sérlega vel til hjólaskíðu iðkunar vegna þess stíganets sem byggt hefur verið upp síðust ár.

Veturinn á íslandi er allt of stuttur, því er nauðsynlegt að æfa sig á hjólaskíðum á yfir sumarið og haustið. Rétt eins og hlauparar hlaupa á bretti inn og hjólarar á trainer, æfir gönguskíðafólk á hjólaskíðum á yfir sumar og haust.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur