Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn mánudaginn 26. maí 2025 kl. 18:00.
Málefni sem félagar óska eftir að borin verði upp á fundinum þurfa að berast til stjórnar viku áður en fundur hefst, það er eigi síðar en mánudaginn 19. maí á netfangið stjornullar@gmail.com
Málefni sem berast eftir 12. maí verða ekki borin upp nema 2/3 hluti fundarmanna samþykki það.
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar í Ulli. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þannig virkan þátt í mótun starfseminnar.
Léttar veitingar í boði að loknum fundi.
Við erum alltaf að leita að fólki í stjórn og nefndir og hvetjum nýja og eldri félaga til að mæta, ræða veturinn og hugmyndir fyrir næsta vetur. Núverandi formaður, Trausti Árnason, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu þannig að við leitum að nýjum formanni stjórnar.
Dagskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Ársskýrsla stjórnar lögð fram til umræðu
4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar
5. Lagabreytingar ef fyrir liggja
6. Kosning til stjórnar Ulls: a. Formaður b. Fjórir aðalstjórnarmenn c. Tveir varastjórnarmenn d. Skoðunarmaður reikninga e. Skoðunarmaður reikninga til vara
7. Önnur málefni/tillögur sem borist hafa
8. Önnur mál
9. Fundarslit
Með félagskveðju, Stjórn Skíðagöngufélagsins Ullar