Opnar barna- og unglingaæfingar ágúst/september

Komdu og æfðu skíðagöngu í frábærum hópi, þar sem leikir, hópefli og þrautseigja eru í aðalhlutverki!

Skíðaganga er fullkomið fjölskyldusport með æfingar fyrir aldurshópana 6-8 ára/9-11 ára og 12 ára og eldri, foreldrar og systkini líka alltaf velkomin að taka þátt á sunnudagsæfingum. 

Opnu æfingarnar eru á fimmtudögum og sunnudögum. Á fimmtudögum eru hjólaskíða/línuskautaæfngar þar sem farið er yfir grunntækni á gönguskíðum með leikjum og þrautum. Á sunnudögum eru rólegar hlaupaæfingar þar sem annað hvort er hlaupið og leikið í Heiðmörk eða farið í fjallgöngu.

Áætlun fyrir opnu æfingarnar 

Fimmtudagur 29. ágúst: Hjólaskíði/línuskautar, leikir og tækni hjá Hinu húsinu kl 18-19 

Sunnudagur 1. september: Hlaup í Heiðmörk. Fyrst er farið í leiki, svo er hlaupinn hringur eftir getu. Mæting hjá Bílastæði við Helluvatn kl 10-12. Yngri iðkenndur geta valið um að vera bara í leikjum og eru þá frá 10-11.

Fimmtudagur 5. september: Hjólaskíða-/línuskautabandý og leikir hjá Hinu húsinu kl 18-19 

Sunnudagur 8. september: Hjólaskíði/línuskautar fyrir yngstu hópana, leikir og tækni . Fyrir 12 ára og eldri fjallganga, Úlfarsfell með stafi. Mæting við bílastæði hjá Dalskóla kl 10-12 (sund á eftir í Dalslaug) Yngri krakkar búnir ca 11 en eldri kl 12. 

Hjólaskíði. Við verðum með hjólaskíði til að prófa á opnu æfingunum en barnið þarf að mæta með eigin skó, stafi og hjálm. Endilega mætið líka með strigaskó til að hægt sé að skipta yfir á skóna. Einnig er hægt að vera á línuskautum. Nýjum æfingabörnum býðst svo að fá lánuð hjólaskíði ef þau skrá sig í æfingastarfið.

Ef spurningar vakna, hafið samband við þjálfara: kristrungud@gmail.com eða í síma 7794341

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur