HM-unglinga: Fróði hætti keppni

Fróði keppir í Planica 2024, 20 km F

Keppni á HM unglinga hélt áfram í dag þegar Fróði Hymer úr Ulli keppti í 20 km göngu með frjálsri aðferð. Aðstæður voru erfiðar þó veðrið hafi verið gott. Brautin þyngdist í hlýju veðrinu og var nokkuð mjúk þegar keppnin fór fram. Sýnt var frá göngunni í beinni útsendingu á YouTube rás FIS Cross Country.

Fljótlega eftir start fann Fróði að líkaminn var ekki að svara eins og hann þarf að gera í keppni sem þessari og tók hann þá skynsamlega ákvörðun að hætti snemma í göngunni. Fróði var brattur eftir gönguna þrátt fyrir niðurstöðuna og hefur nú þegar sett fókusinn á keppni föstudagsins, 10 km með hefðbundinni aðferð.

Norðmaðurinn Jørgen Nordhagen sigarði gönguna með rúmum 2 mínútum. Náði hann forskotinu fljótlega í keppninni sem hann jók jafn og þétt alla gönguna. Úrslit má finna á heimasíðu FIS og svipmyndir má sjá á Instagram reikning SKÍ.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur