Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls 2011

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, sal C, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 20.

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.

Dagsskrá aðalfundar:

1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
6. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
7. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara.
10. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
11. Önnur mál.
12. Fundarslit.

Stjórnin.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur