Bikarmót SKÍ fyrir 13 ára og eldri verður haldið á Akureyri 8.-10 mars 2013 en jafnframt er keppt til Íslandsmeistaratitils í lengri vegalengdum. Dagskrána má sjá með því að smella á myndina hér til hliðar en hún er í stórum dráttum þannig að á föstudag er keppt í sprettgöngu, á laugardag eru lengri vegalengdir á dagskrá (30 km karla og 15 km kvenna) og gengið með frjálsri aðferð en á sunnudag er gengið með hefðbundinni aðferð. Bent skal á að þótt talað sé um „frjálsa aðferð“ á laugardag þýðir það ekki að allir séu skyldugir að skauta. Aðferðin er í raun og veru frjáls þannig að þeir sem heldur kjósa að ganga hefðbundið geta vel gert það.
Það væri ánægjulegt ef hægt væri að fjölmenna norður tilað taka þátt í mótinu!