Vasagangan og 50 km á HM á sunnudaginn

Ekki lítur út fyrir skíðafæri, a.m.k. ekki nema á ferðaskíðum í Bláfjöllum á sunnudaginn enda erum við vonandi flest upptekin við að fylgjast með Vasagöngunni en það er ræst í henn kl 7:00 að Ísl tíma. Ýmsar erl. Sjónvarpsstöðvar sýna beint frá göngunni og líklega má einnig fylgjast með á netinu í gegnum svt.se. Af ísl. þátttakendum er það að segja að 18 eru skráðir, veit þó um einn sem kemst ekki. Nokkrir félagar okkar í Ulli verða með og er Snorri Ingvarsson í 5. ráshóp, Gunnlaugur Jónassson í 6., Kristján Ágústsson í 9., Hannes Hrafnkelsson, Jón Hrafnkellsson og Björn Jónsson í 10. Hinn síungi Magnús Eiríksson, Siglfirðingur, er „fánaberi“ Íslendinga og í 3. ráshópi. Það verður vonandi mikil stemming á þeim heimilum þar sem fólk safnast saman í morgunverð og fylgist með. Ekki má heldur gleyma því að á sunnudaginn fer einnig fram keppni í 50 km göngu á heimsmeistaramótinu og verður áreiðanleg líka bein útsending frá henni, væri nú gaman fyrir Svía að ná gulli þar eftir öll siflurverðalaunasætin að undanförnu.
Hér á bæ verður farið á fætur 06:30 :o)
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur