Hjólaskíðamót Ullar 17. september 2011, athugið breytta dagsetningu!

Hjólaskíðamót Ullar 17. september 2011. Start við rauða depilinn!

Ráðgert hafði verið að hið árlega hjólaskíðamót Ullar færi fram sunnudaginn 18. september 2011 á Seltjarnarnesi. Vegna mjög óhagstæðrar veðurspár hefur hins vegar verið ákveðið að færa mótið fram um einn dag en þá er veðurútlit mun betra. Mótið verður því haldið laugardaginn 17. september 2011. Ræst verður frá gatnamótum Suðurstrandavegar og Bakkavarar (sjá mynd hér til hliðar, smellið á myndina til að sjá hana stærri) klukkan 10:00 og farnir verða 10 km. Gengið verður með hefðbundinni aðferð. Veitt verða verðlaun fyrir 3 fyrstu sæti í karla- og kvennaflokkum 17-39 ára og 40 ára og eldri. Þátttökugjald er 1000 kr. og keppendur fá frítt í sundlaug Seltjarnarness að keppni lokinni. Sjá einnig hér: Auglýsing um mótið, athugið þó að þarna hefur dagsetningu ekki verið breytt.
Skráið ykkur hér á síðunni, krækja efst í dálkinum hér til hægri!
Nánari upplýsingar veita Óskar í síma 864 6433 og Málfríður í síma 894 6337.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur