Skíðagöngufélagið Ullur leitar að þjálfara fyrir börn og unglinga veturinn 2011-2012

Starf þjálfarans felst í því að skipuleggja og stýra æfingum barna og unglinga og eftir atvikum sjá um æfingar og námskeið fyrir fullorðna, einkum eftir áramótin. Gert er ráð fyrir að þar til skíðafæri er komið verði æfingar  2-4 á mánuði en síðan 2 á viku. Æfingar fram að  snjóum verði í Reykjavík en síðan í Bláfjöllum eða eftir atvikum í sporum innan Höfuðborgarsvæðisins. Starfstímabilinu lýkur með þátttöku í Andrésar andar leikunum á Akureyri.

Kaup og kjör verða samkvæmt nánara samkomulagi og geta áhugasamir fengið upplýsingar um þau svo og annað er varðar starfið hjá undirrituðum.

Þóroddur F. Þóroddsson, formaður
s. 861 9561,   Doddi1@hive.is

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur