Skíðasamband Íslands hefur birt mótaskrá sína fyrir komandi vetur og má sjá hana hér á undirsíðu undir „Æfingar og keppni“. Svolitlar breytingar verða á Íslandsgöngunni frá því sem verið hefur síðustu ár. Fyrsta gangan, Skíðastaðagangan á Akureyri verður ekki fyrr en 11.-12. febrúar. Þá bætist við ganga á Ólafsfirði 25.-26. febrúar og Bláfjallagöngunni seinkar frá því sem verið hefur til 3.-4. mars. Strandagangan, Buchgangan og Fossavatnsgangan eru svo á svipuðum tíma og áður.
Mótaskrá SKÍ 2011-2012
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter