Skíðamót Íslands 2011

Skíðamót Íslands 2011

Eins og fram kemur á mótsboði hér til vinstri verður Skíðamót Íslands haldið í Bláfjöllum og í Reykjavík dagana 31. mars til 3. apríl 2011. Myndin er að vísu svo smá að texti verður að teljast ólæsilegur en stærri og skýrari mynd fæst með því að smella á myndina og nánari upplýsingar um dagskrá má sjá með því að smella hér eða á merki mótsins í dálkinum hér til hægri.

Athugið að það sem sagt er á þessari tilkynningu um þátttökutilkynningar á við skíðafélög en ekki einstaka keppendur. Ætlast er til að þeir tilkynni þátttöku til sinna félaga. Ullungar geta skráð sig í mótið með því að smella á hvatningu til þess neðan við Skíðamótsmyndina í dálkinum hér til hægri.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur