Hvatning frá formanni vegna Íslandsmóts:

Sæl verið þið Ullungar.
Á það skal bent að velferð og sæmd skíðaíþróttarinnar hér sunnanlands er í höndum skíðafélaganna. Þar af leiðandi þurfum við félagsmenn og aðstandendur oft á tíðum að leggja á okkur heilmikið óeigingjarnt starf henni til framdráttar. Nú virðist okkur ljóst sem það stefni í að skíðafélögin á höfuðborgarsvæðinu muni halda Skíðamót Íslands um næstu mánaðarmót þ.s. 31 mars til 3 apríl.
Ljóst er að til þess að sem best megi takast verðum við öll að hjálpast að við framkvæmdina. Búast má við að 80 til 100 manns, á vegum skíðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þurfi til starfa að þessu móti, mótsdagana.
Vegna skipulagningar sjálfboðaliðstarfsins óskar SKRR eftir lista yfir þá sem geta aðstoðað og hvetjum við Ullunga til þess að leggja sitt af mörkum eins og kostur er. Því biðjum við ykkur að skoða dagskrá mótsins á heimasíðu Ulls, einkum tímasetningar og kanna hvenær þið getið lagt hönd á plóginn. Bent er á að þá er ekki aðeins átt við tímann sem skíðaganga stendur yfir heldur einnig þar fyrir utan því hugsanlegt er að fleiri þurfi að aðstoða við framkvæmd skíðagöngunnar en gefa sig fram úr röðum Ulls, t.d. á föstudeginum.
Vinsamlegast sendið því tölvupóst, með nafni, símanúmeri og þeim tímabilum sem þið getið aðstoðað, til Hólmfríðar Þóroddsdóttur á netfangið neshagi12@internet.is ekki síðar en á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 22. mars.
Mikilvægt er að allir skrái sig, líka þeir sem eru t.d. í mótanefnd Ulls og hafa beinlínis hlutverki að gegna við framkvæmd göngukeppninnar, en þá taka þeir það fram.
Kveðjur
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur