Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fór fram sunnudaginn 21. október í alls konar veðri en þátttakendur létu það ekki á sig fá og þutu um Fossvogsdalinn eins og enginn væri morgundagurinn.
Í ár mættu 13 þátttakendur til leiks á öllum aldri. Í fullorðinsflokki, 17 ára og eldri, voru sigurvegarar þau Gunnlaugur Jónasson, Ulli og Auður Ebenezersdóttir, líka úr Ulli. Í flokki unglinga sigraði Ægir Valbjörnsson, SKA. Það var Ferða- og útivistaverslunin Everest og Ísleifur heppni sem gáfu glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í kvenna-, karla- og unglingaflokki.
Nánari úrslit má sjá hér.