Ullur með flest gull á fyrsta bikarmóti vetrarins

Ullungar komu sterkir til leiks á fyrsta bikarmóti vetrarins sem fór fram í Hlíðarfjalli um helgina.

Mótið sem var alþjóðlegt FIS mót, og úrtökumót fyrir Olympíudaga æskunnar og HM unglinga, átti upphaflega að fara fram í Bláfjöllum en vegna snjóleysis var það fært til Akureyrar.

Ullungar fóru heim með samtals 9 gull verðlaun, 1 silfur og 7 brons, þar sem María Kristín Ólafsdóttir, var með 5 gull, Hjalti Böðvarsson sigraði í  tveimur göngum og Daði Pétur Wendel einnig.

María Kristín vann báðar sínar göngur í 17-18 ára flokki kvenna, þe. göngu með hefðbundinni aðferð á laugardag og með frjálsri aðferð á sunnudag. Tímar hennar voru einnig bestir fyrir þessar göngur í flokki 17 ára og eldri en hún sigraði þann flokk í líka í sprettgöngu á föstudag. María sem er fædd 2007 hefur æft gríðarlega vel í sumar og haust og er heldur betur að mæta sterk til leiks og var með nokkra yfirburði í skautinu á sunnudag. Gangan hennar á laugardag með hefðbundinni aðferð var gríðarlega góð og eins og einhverjir höfðu á orði eftir þá göngu þá hefur Árholtsstíllin alltaf verið fallegur en þegar hún hefur bætt við styrknum frá Ólafi Th föður sínum, þá verður fátt sem stoppar þessa öflugu skíðakonu í vetur. Í þessum flokki þá varð  Sigríður Dóra Guðmundsdóttir í 3. sæti í göngu með frjálsri aðferð og í 5. sæti í hefðbundinni göngu.

Hjalti Böðvarsson kom líka sterkur til leiks og vann bæði með hefðbundinni göngu og frjálsri aðferð í flokki 17-18 ára karla og er farinn að skjóta sér uppfyrir sér eldri og reyndari keppendum enda hefur Hjalti æft gríðarlega mikið í sumar og haust og helgar sér íþróttinni að fullu, og æfir flesta daga 2x á dag.

Daði Pétur Wendel vann gull, bæði í hefðbundinni göngu sem og með frjálsri aðferð eftir gríðarlega harða baráttu við Jökul Hlynsson frá Ströndum og munaði aðeins 1 sekúndu á þeim í skautinu. Jökull sigraði í sprettgöngunni á föstudag og þar tók Daði silfrið og munaði þá 8 sekúndum. Daði hefur æft gríðalega vel með hópnum í sumar og í haust og tekið miklum framförum og er gríðarlegur keppnismaður þarna á ferð. 

Vala Kristín Georgsdóttir gekk mjög vel í öllum sínum þremur göngum í sterkum flokki 15-16 ára stúlkna og náði bronsi í þeim öllum á eftir Ólafsfirðingunum Svövu Rós Kristófersdóttur og Guðrúnu Auðunsdóttur. Ullungurinn Sunna Kristín Jónsdóttir varð í 5. sæti í þessum flokki í sprettgöngunni á föstudag, sem og í göngu með frjálsri aðferð á sunnudag.

Elías Már Friðriksson náði bronsi í sprettgöngu og göngu með hefðbundinni aðferð í flokki 15-16 ára drengja. Elli er að taka miklum framförum og verðum spennandi að fylgjast með þessum áhugasami pilti í vetur.

Matthías Karl Ólafsson, fæddur 2011, var að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og varð þriðji í sprettgöngunni á föstudag.

Það er ljóst að þetta öfluga íþróttafólk okkar Ullunga er að leggja hart að sér og árangurinn að skila sér, hvort sem það er í keppnisbrautinni eða sem flottir félagsmenn sem við getum verið stolt af.

Öll úrslit helgarinnar smá svo sjá hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur