Ullur: Aðalfundur og félagsgjöld

Skíðagöngufélagið Ullur heldur aðalfund sinn mánudaginn 7. apríl kl. 20:00 í sal D í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Að loknum aðalfundarstörfum mun Sævar Birgisson, Ólympíufari, flytja erindi sem án efa mun höfða til allra sem áhuga hafa á skíðagöngu.

Formlegt fundarboð aðalfundarins má nálgast hér:  Fundarboð

Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í að móta starfsemi félagsins. Þó skal vakin athygli á því að á aðalfundinum hafa þeir einir rétt til fundarsetu með öllum réttindum sem eru skuldlausir við félagið. Það er áhyggjuefni að á félagaskrá eru nöfn u.þ.b 100 félaga sem enn hafa ekki greitt félagsgjald fyrir veturinn 2013-2014, sem nú er að ljúka. Við hvetjum því alla félaga til að hugsa sig um og reyna að rifja upp hvort nokkuð hafi gleymst að greiða félagsgjaldið í vetur þegar eftir því var leitað. Þeir sem vilja greiða félagsgjaldið nú geta gert það með því að leggja 3.100 kr. inn á reikning félagsins:  Kennitala 600707-0780, reikningsnúmer: 0117-26-6770, skýring: ÁRG 2013-14.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum