Skíðaspor

Félaginu hefur borist eftirfarandi bréf ásamt góðri gjöf frá Árna Tryggvasyni:

Sæl öll.
Ég var að hanna og láta smíða fyrir mig skíðaspor. Einfalt að nota og í stærð sem kemst inn í flesta bíla. Ef þið viljið troða braut, er ykkur alltaf velkomið að hafa samband við mig upp á að fá þetta lánað.
Annars er sporið frá og með nú eign Ullar og vona ég að félagar verði duglegir að nota það þegar snjórinn lætur sjá sig. Gott væri að fá reynslu á þetta sem fyrst, upp á að hægt verði að smíða fleiri í framtíðinni.
Þið finnið mig í síma 8625364 og sækið það svo til mín í Grænuhlíð 12.
Ég lofa ykkur svo góðri æfingu með því að draga þetta. Glóandi lærvöðvar eftir smá stund með þetta aftan í sér. En það er þess virði.
Árni Tryggvason

Smellið á myndina til að stækka hana!
Smellið á myndina til að stækka hana!

Félagið þakkar Árna fyrir þetta frábæra framtak og vonast til að félagar verði duglegir að nýta sér tækið. Það skaðar engan að draga dálítið á eftir sér og má í því sambandi minnast finnska skíðakappans Mika Myllylä, sem var einn af allra bestu skíðagöngumönnum heims fyrir u.þ.b. 20 árum, en hann átti það til að draga eftir sér bíldekk á sínum hjólaskíðaæfingum.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur