Ullarstarf í haust – börn og unglingar

Um miðjan ágúst fór ullarstarfið aftur í gang eftir sumarfrí. Eldhressir krakkar mættur á hjólskiðum tilbúinn í æfingar fyrir veturinn.

Ullur er með 3 hópa í barnastarfi en yngsti hópur er Skíðgönguskólinn fyrir 6-8 ára börn, svo eru 9-11 ára börn og elsti hópur er svo 12+. Nánari upplýsingar um æfingarnar má finna hér.

Æfingar hjá hópunum er 2-4 æfingar á viku. Í ár höfum við alltaf haft æfingar á sama stað og sama tíma fyrir alla hópana sem gerir það að krakkar geta fært sig á milli hópa. Öll börn fái því æfingu eftir sínu getustigi. Fókus hjá yngri hópum er leikur og þrautir, en eldri hópurinn æfir lengri æfingar og áfangaþjálfun.

Haustið hefur boðið upp á gott veður og gott hjólskiðafæri, sem hefur gefið börnunum góðar aðstæður og skemmtilegt æfingahaust. Það hafa verið ótal hringir og ferðir í Fossvogi og Elliðaaádal á hjólskiðum, og hlaupaæfingar í Heiðmörk og stafaganga upp á Úlfarsfell.

Við erum undirbúinn og bíðum spennt eftir snjónum og vetrinnum. 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur