Þriðja og síðasta degi Skíðalandsmóts Íslands (SMÍ) er nú lokið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Ræst var með hópstarti og var gengið með hefðbundinni aðferð.
Hjá körlunum voru gengnir 10 km og Íslandsmeistari varð enn og aftur Snorri Einarsson frá Ulli en hann sigraði með miklum yfirburðum. Annar varð Dagur Benediktsson frá Ísafirði og þriðji varð svo Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson frá Akureyri. Í kvennaflokki voru gengnir 5 km og sigraði Linda Rós Hannesdóttir frá Ísafirði, Gígja Björnsdóttir Akureyri varð önnur og Fanney Rún Stefánsdóttir Akureyri varð þriðja. Hægt er að skoða nánari úrslit hér.
Ullur óskar Snorra sérstaklega til hamingju með góðan árangur, sem er gott veganesti þegar æfingar hefjast fyrir Ólympíuleikana í Beijing 2022.