Vilt þú taka þátt í að byggja upp skíðagöngustarfið á höfuðborgarsvæðinu með yngstu þátttakendunum?
Við leitum að þjálfara fyrir skíðagönguskóla Ulls sem er fyrir 6-8 ára krakka (1-3.bekkur). Æfingar eru einu sinni í viku á sunnudögum kl. 12 uppi í Bláfjöllum, frá janúar til lok apríl en þá er farið á Andrésar andarleikana á Akureyri.
Skíðagönguskólinn var haldinn í fyrsta skiptið á síðasta ári og vakti mikla lukku. Æfingar eru 60-90 mínútur í senn. Ef ekki eru aðstæður til æfinga í Bláfjöllum erum við í Heiðmörk eða einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þjálfari fær vetrarkort á skíðagöngusvæðið og lítið mál er að finna afleysingu af og til. Þjálfari þarf ekki að fylgja krökkunum á Andrésar andar leikana.
Áhugasamir geta sent umsókn á gromsp03@gmail.com