Sumardagskrá 2015

Maí-júní: hjólreiðar og hjólaskíði
Óskað hefur verið eftir að skíðaspor amk. 5 km verði lagt í Bláfjöllum á föstudögum/laugardagsmorgni út maí og Ullungar hvattir til að notfæra sér það.
Hjólaæfingar á fjallahjólum verða á miðvikudögum fram að Bláalónsþrautinni sem fer fram þann 13. júní. Því miður er orðið uppselt í keppnina en skráðir Ullungar eru hvattir til að skrá sig saman í lið. Hjólaæfingar hefjast 13. maí og verða fram að 13. júní en þá taka við vikulegar hjólaskíðaæfingar. Æfingarnar byrja kl 18:00 á miðvikudögum og lagt er af stað frá Víkingsheimilinu. Einar Ólafsson stýrir æfingum.
Fimmtudaginn 4. júní verður tiltekt og slútt í Bláfjöllum og boðið í grill.
Júlí: hlé
Í júlí verður tekið hlé frá skipulögðum æfingum, en félagsmenn eru hvattir til að láta vita á facebook af fjall- eða hjólaferðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og bjóða öðrum að taka þátt.
Ágúst-september: hjólaskíði
Í ágúst hefjast vikulegar hjólaskíðaæfingar á ný undir stjórn Einars Ólafssonar og Haralds Hilmarssonar.
Í lok ágúst eða byrjun september verður haldið hjólaskíðamót eitthvert kvöld í miðri viku. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu Ullar þegar nær dregur.
4. – 6. september: hálendishelgarferð
Helgarferð í Áfangagil með spennandi dagsgöngu um Jökulgil og Grænahrygg sem endar í Landmannalaugum á laugardeginum.
Fjölbreyttir möguleikar til útivistar fyrir þá sem vilja gera eitthvað annað en fara í göngu, t.d. hjóla.  Skálagisting, grill og skemmtilegheit.
Unglingar og fullorðnir hristir saman í upphafi vetrarstarfs og athugið að þetta er fjölskylduferð, þannig að t.d. makar/unglingar sem mæta ekki á æfingar á vegum Ullar eru hjartanlega velkomnir.
Aðrar æfingar
Samæfingar SKÍ verða í Reykjavík og á Ísafirði , nánari upplýsingar má sjá hér.
Sævar Birgissson verður með æfingabúðir fyrir unglinga 13.-16. júlí á Reykjalundi,  nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sævars. Í fyrra tóku 20 ungmenni þátt og er ástæða til að hvetja allt okkar unga fólk til að vera með.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur