Það lítur vel út með veður á morgun en við viljum minna á slúttið á morgun kl 18 við skálann okkar í Bláfjöllum. Ætlunin er að taka til í og við skála og grilla að því loknu. Enn er nægur snjór uppfrá svo hægt er að skella sér smá hring á skíðum.
Vinsamlegast látið vita af þátttöku svo hægt sé að áætla með grillmat. Senda má póst á ullarpostur@gmail.com eða láta vita á facebook atburðinum sem má finna hér.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!