Starf félagsins að fara á fullt

Nú er haustið að ganga í garð og starfsemi Skíðagöngufélagsins Ullar að fara á fullt og af nógu að taka á næstu vikum og mánuðum.

Barna- og unglingastarfið er að hefjast og hægt er að fræðast frekar um það á heimasíðu Ullar Barna- og unglingastarf – Ullur . Hvetjum börn til þess að mæta á æfingar hjá okkur strax í haust í frábærum félagsskap. Skráning fer fram hér: Skíðagöngufélagið Ullur | Námskeið | Abler

Æfingahópur fullorðinna er í fullum gangi og með æfingar þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum, undir stjórn frábærra þjálfara. Um að gera að slást þar í hópinn og hægt er að skrá sig hér: Skíðagöngufélagið Ullur | Námskeið | Abler

Helgina 13. – 14. september verður vinnuhelgi í Bláfjöllum, en áfram þarf að vinna í Ýdölum, nýja skálanum okkar, auk þess sem sinna þarf viðhaldi áfram á gamla skálanum, Þóroddsstöðum. Einnig verður farið í undirbúa undirlagið fyrir brautirnar svo að allt verði eins og best verður á kosið þegar að fyrsti snjórinn mætir í haust. Mörg þörf verk eru framundan og því hvetjum við alla til þess að koma og aðstoða við að gera aðstöðuna í Bláfjöllum enn betri. Vinnuhelgin verður auglýst nánar fljótlega.

Seinnipartinn í september er svo stefnt að hinu árlega hjólaskíðamóti Ullar. Staðsetning og dagsetning liggur ekki endanlega fyrir, en verður auglýst fljótlega.

Hlökkum mikið til komandi hausts og vetrar og vonum að sem flestir séu til í að taka þátt og vera með í starfinu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur