Snjórinn kominn og námskeið að hefjast.

Nú fara 6 skipta námskeiðin loksins að hefjast. Við erum tveimur vikum á eftir áætlun með hóp A og viku á eftir með hóp B. Við þurfum því að reyna að nýta þá daga sem hægt er.

Verðum í Bláfjöllum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, A hópurinn kl. 18 en B hópurinn kl. 19:30.

Stöku byrjendanámskeiðin verða væntanlega um næstu helgi en næstu 6 skipta námskeið í febrúar. Nánar auglýst síðar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur