Skíðagönguskóli Ullar hefur vakið mikla lukku hjá ungum skíðagöngugörpum undanfarin ár og hefjast æfingar 5.janúar.
Skíðagönguskólinn er fyrir krakka 6-11 ára og eru byrjendur jafnt sem lengra komin velkomin með okkur. Æfingar hjá öllum aldurshópum eru á sunnudögum kl. 11 í Bláfjöllum eða á höfuðborgarsvæðinu.
Það má þó gera ráð fyrir því að einhverjar æfingar verði færðar til eða aflýst ef ekki eru aðstæður til æfinga á sunnudögum. Ef aðstæður í grennd við höfuðborgarsvæðið leyfa munum við vera þar, t.d. Heiðmörk, Hólmsheiði eða Blikastöðum. En annars verðum við í Bláfjöllum.
9-11 ára æfa á sunnudögum og fimmtudögum en hægt er að velja um að mæta einu sinni eða tvisvar sinnum í viku. Byrjendur eru velkomnir í þennan hóp en athugið samt að á sunnudagsæfingarnar eru meira miðaðar að byrjendum og fleiri þjálfarar til staðar.
Æfingar eru að miklu leyti byggðar upp á leikjum en börnunum verður skipt í hópa eftir áhuga og getu og eftir því sem fjöldinn leyfir.
Veturinn endar svo á hópferð á Andrésarandarleikana á Akureyri sem er hápunktur vetrarins.
Skráning er á Abler: https://www.abler.io/shop/ullur
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við krakkaullur@gmail.com
Skráning í Skíðagönguskólann hafin
- Uncategorized
Deila
Facebook
Twitter