Skíðagönguskólinn fyrir 6-8 ára

Barna- og unglingastarf

Skíðagönguskóli Ulls fyrir 6-8 ára

Skíðagönguskóli Ulls var haldinn í fyrsta skiptið á síðasta ári og vakti mikla lukku. Nú styttist í að hann fari af stað aftur og er búið að opna fyrir skráningu. Skráning á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/ullur/1

Skíðagönguskóli Ulls er fyrir 6-8 ára gömul börn (fædd 2014-2016). Æfingar verða einu sinni í viku frá 8. janúar til apríl og endar á Andrésar andarleikunum í lok apríl.

Æfingar verða á sunnudögum klukkan 12 uppi í Bláfjöllum, 60 mínútur í senn.

Mikilvægt er að foreldrar séu nálægt amk þegar börnin eru að taka sín fyrstu skref á skíðum þannig að hægt sé að grípa fljótt og vel inn í ef eitthvað kemur upp. Aðalmarkmiðið er að upplifun barnanna sé sem jákvæðust og skemmtilegust og þá getur verið gott að hafa mömmu og/eða pabba nálægt.

Þar sem skíðaganga er algjörlega háð veðri og snjóalögum þurfum við að vera tilbúin að breyta til ef ekki í hægt að vera með æfingu í Bláfjöllum. Við gætum fært æfingar yfir á laugardaga, verið með æfingar á höfuðborgarsvæðinu og það getur komið til þess að æfingar falli niður vegna veðurs.

Við mælum sterklega með því (það er eiginlega skylda 😉 ) að æfingar séu verðlaunaðar með heitu kakói og einhverju góðu nesti. Hægt er að fara inn í Ullsskálann og borða nesti þar en ef það er ekki kostur þá er hægt að borða nestið í bílnum.

Skráning er á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/ullur/1

Hægt er að nota frístundastyrk til að greiða æfingagjöldin. Við erum komin með tengingu við frístundastyrkskerfi í Reykjavík og Kópavogi, hafið endilega samband ef þið viljið að við bætum við ykkar sveitarfélagi.

Nýliðamánuður fyrir 9-11 ára í skíðagöngu

Í janúar viljum við leyfa öllum 9-11 ára sem vilja koma og prófa skíðagönguæfingar að mæta á æfingar hjá okkur frítt. Æfingarnar verða sniðnar að nýliðum og munu henta öllum, hvort sem þau eru að stíga í fyrsta skipti á gönguskíði eða hafa stundað æfingar áður. Farið verður í leiki og fleira skemmtilegt.

Æfingarnar verða á fimmtudögum kl. 18 og sunnudögum kl. 11

Þar sem skíðaganga er algjörlega háð veðri og snjóalögum og aðstæður geta breyst með mjög litlum fyrirvara er nauðsynlegt að skrá sig svo hægt sé að láta vita af staðsetningu æfinga og ef breyting verður á staðsetningu eða tímasetningu. Við förum þangað sem aðstæður eru bestar hverju sinni (Bláfjöll, Heiðmörk eða einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu). Skráning til að prófa æfingar er á krakkaullur@gmail.com en taka þarf fram: Nafn, aldur, netfang foreldris/forráðamanns, símanúmer foreldris/forráðamanns.

Ef krakkarnir eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum er mikilvægt að foreldrarnir séu nálægt svo hægt sé að grípa fljótt og vel inn í ef eitthvað kemur upp. Aðalmarkmiðið er að upplifun barnanna sé sem jákvæðust og skemmtilegust og þá getur verið gott að hafa mömmu og/eða pabba nálægt.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur