Skíðagönguskóli Ulls – æfingar fyrir 6 ára og eldri

Skráning er hafin í skíðagönguskóla Ulls sem er fyrir alla krakka 6 ára og eldri. Æfingar verða einu sinni í viku á sunnudögum kl. 11 í Bláfjöllum. Síðustu tvö ár hefur skíðagönguskólinn verið fyrir 6-8 ára en nú ætlum við að bjóða upp á æfingar fyrir 9 ára og eldri líka og vera með tvo hópa.

Búið er að opna fyrir skráningu á Sportabler. Athugið að skráning er undir hverjum aldursflokki fyrir sig.

Æfingar verða einu sinni í viku frá 7. janúar til apríl og endar á Andrésar andarleikunum í lok apríl.

Hópunum verður frekar skipt eftir getu og áhuga en aldri og reiknað er með að eldri krakkarnir muni blandast við hópinn sem æfir allt árið. Athugið að ef barn vill fylgja hóp sem er kominn lengra þá er það besta mál svo framarlega sem foreldri fylgi barninu þannig að ekki sé hætta á það verði eitt ef það verður viðskila við hópinn.

Þar sem skíðaganga er algjörlega háð veðri og snjóalögum þurfum við að vera tilbúin að breyta til ef ekki er hægt að vera með æfingu í Bláfjöllum. Við gætum fært æfingar annað, t.d. í Heiðmörk eða eitthvert á höfuðborgarsvæðið. Við gætum þurft að færa æfingar yfir á aðra daga, t.d. laugardaga, eða fimmtudaga og það getur komið til þess að æfingar falli niður vegna veðurs.

Mikilvægt er að foreldrar séu nálægt amk þegar börnin eru að taka sín fyrstu skref á skíðum þannig að hægt sé að grípa fljótt og vel inn í ef eitthvað kemur upp á. Aðalmarkmiðið er að upplifun barnanna sé sem jákvæðust og skemmtilegust og þá getur verið gott að hafa mömmu og/eða pabba nálægt…og fá gott nesti eftir æfingar.

Hægt er að nota frístundastyrk til að greiða æfingagjöldin. Við erum komin með tengingu við frístundastyrkjakerfi í Reykjavík og Kópavogi, hafið endilega samband ef þið viljið að við bætum við ykkar sveitarfélagi.

Við spurningar og annað er hægt að senda tölvupóst á: krakkaullur@gmail.com

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur