Skíðagöngudagur Ullar 25. febrúar

Við hjá Skíðagöngufélaginu Ulli stöndum i stórræðum þessa dagana og langar okkur að bjóða þér að koma og fagna með okkur. 

Á sunnudaginn fer fram vígsla nýs skála sem við byggðum fyrir sívaxandi hóp skíðagönguiðkenda á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni og til þess að kynna þessa frábæru íþrótt, ætlum við aò blása til skíðagöngudags í Bláfjöllum. Ókeypis verður inn á skíðagöngusvæðið þennan dag og boðið verður upp á spennandi dagskrá fyrir alla aldurshópa:

Dagskrá:

Kl. 10:00 – 16:00 Áheitaganga til styrktar skálbyggingu
Kl. 10-14 Ókeypis leiðsögn fyrir byrjendur og börn á tveggja tíma fresti frá klukkan 10:00
Kl. 10-16 Lán á búnaði til prufu án endurgjalds
Kl. 10-16 Þrautabraut og skíðaleikir fyrir börn
Kl. 11/13:30 Kynning á skíðaskotfimi (Laser)
Kl. 10-16 Kynningar á gönguskíðabúnaði frá útivöruverslunum
Kl. 10-16 Veitingar í skála

Vígsla skálans fer fram kl. 12:30.

Það verður efnt til áheitagöngu til fjáröflunar við skálabyggingu, sem leidd verður af barna-, unglinga- og afreksstarfi Ullar. Fyrirkomulag hennar verður með þeim hætti að fólk skráir sig til leiks i skálanum. Fólk gengur svo eins og það treystir sér til og skilar svo vegalengd til umsjónaraðila. Þau sem ekki geta tekið þátt i Bláfjöllum geta gengið annars staðar og sent nafn ásamt mynd af vegalengd (Strava/hlaupaúr).

Tekið verður við valkvæðum fjárframlögum i gegnum millifærslu kt. 600707-0780, reikn. 117-26-6770. 

Staða göngunnar og áheit vera birt í rauntíma á skjá í Bláfjöllum og á heimasíðu/samfélagsmiðlum Ullar (heimasíða, facebook instagram). Nánari lýsingu er að finna á Facebook viðburðinum: Áheitaganga Ullar

Skiðagönguiðkendur á höfuborgarsvæðinu eru um 10 þúsund og stöðugt bætist í hópinn. 

Við þökkum þeim fyrirtækjum sem studdu okkur í því að gera þennan dag að veruleika:

Landsbankinn BYKO Fjallakofinn Everest Útilíf

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur