Samæfing SKÍ í Reykjavík 13.-15. september 2013

SKI_150Nú er komið að síðustu samæfingunni á vegum SKÍ fyrir 12 ára og eldri þetta sumarið og verður hún haldin í Reykjavík helgina 13.-15. september næstkomandi. Skíðagöngufólk er hvatt til að nýta sér þetta tækifæri og er Ullungum sérstaklega bent á að láta það ekki fram hjá sér fara. Allar helstu upplýsingar um dagskrá, gistingu, skráningu o.s.frv. fást með því að smella á merki SKÍ hér til hliðar. Athugið að þessi dagskrá getur þó enn tekið einhverjum breytingum.

Það má geta þess sérstaklega að hjólaskíðamót Ullar þetta árið, sem sagt hefur verið frá hér á vefnum, er hluti af æfingunni. Nánari upplýsingar um mótsstað og annað fyrirkomulag mótsins er væntanlegt síðar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur