Opin landsliðsæfing í skíðagöngu verður haldin á Akureyri 14.-17. júní næstkomandi. Linus Davidsson er nú að koma til landsins og mun stjórna æfingunni. A-landslið Íslands mun taka þátt í æfingunni auk þess sem hún er opin fyrir iðkendur 13 ára og eldri. Stærsta verkefni á vegum SKÍ fyrir yngri iðkendur á komandi vetri er án efa val í lið til að keppa á Olympiuhátíð Evrópuæskunnar. Þar munu keppa í skíðagöngu krakkar fæddir 1995-1996. Það er því mjög mikilvægt að þeir sem stefna á að vinna sér inn rétt til þátttöku á leikunum mæti á æfinguna.
Dagskrá og nánari upplýsingar má sjá hér: Landsliðsæfing, dagskrá og upplýsingar