Námskeið fyrir leiðbeinendur 6.-7. janúar 2024

Skíðagöngufélagið Ullur hefur á hverjum vetri staðið fyrir fjölda námskeiða og eftirspurnin alltaf mikil. Hjá félaginu er frábær hópur leiðbeinenda sem að hefur séð um kennslu á námskeiðum félagsins, en við viljum gjarnan fjölga í þeim góða hópi. 

Helgina 6. – 7. janúar verður haldið námskeið fyrir leiðbeinendur, bæði þá sem að vilja koma nýir inn og einnig eru þeir sem að hafa verið leiðbeinendur áður velkomnir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en gert er ráð fyrir að þeir sem taki þátt í námskeiðinu reyni eftir fremsta megni að taka þátt í kennslu á námskeiðum hjá Ulli í vetur, eftir því sem þörf verður á.

Námskeiðið er tvö skipti, laugardaginn 6. jan og sunnudaginn 7. janúar kl 13. Hvor tími er um 1-1,5 klst. Stefnum á að vera í Bláfjöllum en ef það er ekki hægt vegna veðurs verður athugað með aðra staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu sem yrði auglýst ef til þess kemur.

Kennslan er einstaklega skemmtileg og gefandi og hvetjum við alla þá sem að hafa áhuga á að taka þátt í kennslunni hjá Ulli að skrá sig á námskeiðið. Skráning fer fram í gegnum netfangið ullarpostur@gmail.com

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur