Þriðjudaginn 17. janúar kl. 17 til 19 verður kynning á gönguskíðum og vörum tengdum þeim í húsnæði Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2 (á hæðinni ofan við Sjónvarpsmarkaðinn, gengið inn í endann á húsinu). Þar mun hinn eini sanni Bobbi kynna þær vörur sem hann flytur inn og hefur til sölu í verslun sinni, CraftSport á Ísafirði (hét áður Núpur og er enn merkt þannig á auglýsingunni hér til hliðar), en það eru Madshus skíði, Craft skíða- og útivistarfatnaður og Rode skíðaáburður. Bobbi mun taka niður pantanir fyrir þá sem þess óska en allir eru velkomnir á kynninguna.
Kynning á skíðabúnaði
- Fréttir
Deila
Facebook
Twitter