Snjór um víða veröld 22. janúar 2012

Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi,  „World Snow Day“, þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að brydda upp á nýjungum í því augnamiði að hvetja börn til að iðka skíðaíþróttir. Dagurinn er hluti af hvatningarátaki FIS, „Bring children to the snow“, sem staðið hefur í nokkur ár. Verkefnið er hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaga, skíðasvæða og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum börnum 12  ára og yngri ókeypis á skíði eða bretti þennan dag, 22. janúar 2012.

Ullur mun taka þátt í „Snjódeginum„. Þá verður mikið um dýrðir í Bláfjöllum, m. a. verður frí tilsögn í skíðagöngu fyrir alla við Ullarskálann kl. 12-14 og ýmislegt verður sér til gamans gert.  Nánari lýsing á framlagi Ullar verður væntanlega birt hér á síðunni þegar nær dregur en hér má sjá hina alþjóðlegu vefsíðu snjódagsins. Hún finnst einnig með því að smella á merki snjódagsins efst í dálkinum hér til hægri.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur