Vefnum hefur borist eftirfarandi tilkynning:
Hermannsgangan fer fram laugardaginn 11. febrúar í Hlíðarfjalli og hefst kl. 13:00. Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþróttagrein.
Skráning hefst kl 10:30 í gönguhúsinu. Verðlaunaafhending og veitingar verða strax að móti loknu.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Hermannsgangan 24 km. Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald 2.500 krónur.
- Hermannsgangan 8 km og 4 km. Karla- og kvennaflokkur. Þátttökugjald 16 ára og eldri er 1.500 krónur. Þátttökugjöld 12 ára og yngri 1.000 krónur.
Allar frekari upplýsingar á www.skidi.is og í síma 878-1624 á mótsdag. Skráning á staðnum.
Með von um að sjá sem flesta í Hliðarfjalli laugardaginn 11.febrúar,
Skíðafélag Akureyrar.