Nú tókst að ljúka Bláfjallagöngunni, reyndar með örlítilli seinkun. Þátttakendur voru fleiri en nokkru sinni áður og af þeim 113 sem komu í mark gengu 74 lengstu vegalengd, 20 km, og fengu Íslandsgöngustig. Við það tvöfaldaðist fjöldi þeirra sem komist hafa á blað og gott betur, voru 57 fyrir Bláfjallagönguna en eru nú 117. Uppfærða stigatöflu má sjá hér á vefnum, leitið að Íslandsgöngunni undir „Æfingar og keppni“ í svörtu línunni hér fyrir ofan.
Íslandsgangan 2017, þremur göngum lokið
- Keppni
Deila
Facebook
Twitter