Strompaskautið var haldið í fyrsta skipti í Bláfjöllum sunnudaginn 19. mars 2017 þar sem keppt var með frjálsri aðferð í lengri vegalengdum. Alls tóku 24 kappar þátt í hinum ýmsu vegalengdum.
Flokkar og vegalengdir voru eftirfarandi:
1 km: 9 ára og yngri
5 km: 10-11 ára, drengir og stúlkur
7.5 km:12-15 ára, drengir og stúlkur
15 km: 16 ára og eldri, konur
30 km: 16 ára og eldri, karla
Myndir má finna hér og úrslit má finna hér.