Skíðagöngufélagið Ullur í samvinnu við Kristrúnu Guðnadóttur standa fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir fullorðna í júní.
Námskeiðið verður fjögur skipti, 19., 21., 26. og 28. júní kl. 17.30.. Æfingarnar verða í Elliðaárdalnum, hist fyrir framan Hitt húsið. En mögulega verða einhver skipti færð eitthvað annað á höfuðborgarsvæðinu.
Ferða og útivistarverslunin Everest bíður þeim sem ekki eiga hjólaskíði en langar til að prófa að fá lánuð hjólaskíði á meðan á námskeiðinu stendur.
Markmiðið er að þetta námskeið marki upphafið af æfingahópi Ullar sem muni æfa saman eftir leiðsögn Kristrúnar einu sinni í viku í haust og vetur. Verð fyrir þetta námskeið er 10.000kr fyrir meðlimi í Ulli, en 17.000kr. fyrir þá sem ekki eru í Ulli. Hægt er að skrá sig í félagið hér.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún í síma 7794341 eða netfanginu kristrungud@gmail.com. Námskeiðið er hluti af fjáröflun barna og unglingastarfs félagsins og er því verið að styrkja barna og unglingastarfið með því að taka þátt.
Skráning á námskeiðið er á verslun.ullur.is