Eftir að hafa reynt nokkrum sinnum að halda Sportvalsmótið síðasta vetur tókst það loks. Í þetta skipti var það haldið á hjólaskíðum, eðli málsins samkvæmt!
Sportvalsmótið er haldið fyrir yngstu iðkendur okkar eða frá 9 ára til 16 og fer venjulega fram á vorinn. En erfitt tíðarfar og loks snjóleysi komu í veg fyrir að mótið gæti farið fram við venjulegar skíða aðstæður. Því frestaðist móti og breyttist á endanum í hjólakskíðamót. Líklega fyrsta hjólaskíðamótið í Reykjavík sem bara er ætlað fyrir börn og unglinga.
Mótið fór fram í Kópavogi á svæðinu í Kringum Lindakirkju og Salaskóla. Frábærar aðstæður fyrir hjólaskíði og hægt að leggja nokkuð krefjandi braut. Þó að brautin vær krefjandi stóðu krakkarnir, sem mörg hver eru að stíga sín fyrstu skrefa á hjólaskíðum, mjög vel og allir komu heilir í mark.
Krakkar 12 ára og eldri gengu hefðbundið um það bil 6 km og þau yngir, 9-11 ára, gengu 3 km frjálst. Þáttakendur voru 12, 6 í hvorum aldursflokki.
Fyrir mót var tilkynnt um leynigest sem kæmi á mótið og yrði iðkendunum til halds og traust. Leynigesturinn reyndist vera okkar eigin Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona úr Ulli! Mikil hvatning fyrir krakkana að fá að sjá hana og hafa með í kringum mótið. Takk fyrir komuna Kristrún 😊
Eins og nafið gefur til kynna kemur Sportval að mótinu og leggur til veglega vinninga, páskaegg og útdráttar verðlaun. Þó að langt sé til páska (eða langt síðan það voru páskar) var hefðinni viðhaldið og páskeeggjum, ásamt vinningum, útdeilt.
Skíðagöngufélagið Ullur þakkar Sportval fyrir stuðninginn og hvetur fólk til að kíkja við hjá Óskari og Begga í Sportval, Selásbraut 98.