Skíðagöngufélagið Ullur á tvo þátttakendur á Ólympíuleikum æskunnar sem fara fram í Suður-Kóreu þessa dagana. Aðfaranótt mánudags keppa María Kristín Ólafsdóttir og Hjalti Böðvarsson í sprettgöngu með frjálsri aðferð. Keppnin í undanrásum hefst kl. 10:30 að staðartíma eða um kl. 1:30 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku hér fyrir áhugasama. Ekki er sýnt frá keppninni í streymi en reikna má með að svipmyndir frá leikunum berist inn á Instagram aðgang Skíðasamband Íslands og ÍSÍ. Að auki má finna Instagram aðganga Maríu og Hjalta eftir hefðbundnum leiðum og hvetur Skíðagöngufélagið Ullur alla til að fylgja þeim þar.
María Kristín og Hjalti tryggðu sér þátttökurétt á leikunum með góðum árangir á úrtökumóti sem fram fór á Akureyri í byrjun desember á síðasta ári. Undirbúningur hefur gengið vel og var mikilvægur þáttur í þeim undirbúningi æfinga- og keppnisferð í Oberweisenthal í Þýskalandi um áramótin. Í nóvember í fyrra fóru þau auk þess með hæfileikamótun SKÍ til Noregs þar sem þau dvöldu í tvær vikur við æfingar og keppni.
Aðfararnótt þriðjudags verður svo keppt í 7,5 km göngu með hefðbundinni aðferð.
Allar nánari upplýsingar má um leikana má finna hér
Rálista má finna hér: