Helgin 18. – 19. febrúar

Það lítur þokkalega út með veður um helgina og ekki vantar snjóinn í Bláfjöllum var þar áðan og er nokkuð harðfenni og mun verða frekar leiðinlegt göngufæri utan spors, ef ekki kemur nýsnjór ofan á hjarnið.

Hvet alla til að notfæra sér skíðafærið, Vasafarar þurfa að ná 3 klst. samfelldri göngu og þurfa bara að hafa nóg að drekka og borða. Skálinn verður væntanlega opinn 10-17 og hægt að leigja skíði. Ekki er skipulögð kennsla fyrir almenning en ekki ólíklegt að hægt verði að fá tilsögn, bara kanna það í skálanum eða hafa samband við undirritaðan ef fleiri en 5 eru í hóp.

Við verðum líka með mannskap á háannatíma í Smáralind ásamt öðrum skíðafélögum að fræða um þau en þar verður einhverskonar vetrarhátíð um helgina.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum