Meistaramót barna 11-12 ára

Mótinu hefur verið frestað til 10. og 11. mars!

Skíðadeild Breiðabliks mun halda meistaramót barna 11-12 ára helgina 3.-4. mars 2012. Keppt verður í bæði alpagreinum og göngu og það hefur orðið að ráði að göngukeppnin verði haldin í samvinnu við Skíðagöngufélagið Ull.
Keppt er með bæði hefðbundinni og frjálsri aðferð. Fyrirkomulag verður að öllum líkindum þannig:
Laugardaginn 3. mars verða gengnir 5 km með hefðbundinni aðferð. Ræst verður með hópstarti kl. 13:00, við skála Ullar, samhliða Bláfjallagöngunni.
Sunnudaginn 4. mars verður ræst kl. 13:00 og þá gengnir 2 til 3 km með frjálsri aðferð. Vegalengd verður ákveðin á laugardeginum með hliðsjón af  hvernig brautaraðstæður verða.
Mótsboð og dagskrá meistaramótsins má finna með krækjunum hér fyrir neðan.

Mótsboð – ganga        Dagskrá – ganga        Mótsboð – alpagreinar        Dagskrá – alpagreinar

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur