Í dag fór fram fyrsta keppni á heimsmeistarmóti unglinga í Schilpario á Ítalíu, sprettganga með hefðbundinni aðferð. Ullungurinn Fróði Hymer var meðal keppanda og náði góðum árangri og endaði í 56. sæti í undanrásum af tæplega hundrað keppendum. Það dugði ekki til að komast í úrslit en 30 bestu tímarnir fara áfram í útsláttarkeppni.
Fróði er sæmilega sáttur við árangurinn sem er í takt við þær sprettgöngur með hefðbundinni aðferð sem hann hefur keppt í undanfarið.
Markmiðið er að gera enn betur í komandi göngum strax miðvikudaginn 5. febrúar. Þá fer fram keppni í 20 km göngu með hefðbundinni aðferð, hópstart. Þá fer fram keppni í 10 km göngu með frjálsri aðferð föstudaginn 7. febrúar en það einmitt sú grein sem Fróði hefur náð hvað bestum árangri undanfarin misseri.
Úrlsit frá deginum í dag má nálgast hér.
Upptöku frá undankeppni dagsins má finna hér og úrslitakeppnina hér
Skíðagöngufélagið Ullur óskar Fróða til hamingju með árangurinn!
Fróði í brautinni í dag